Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun