Upp­gjörið: Álfta­nes - KR 108-89 | Stór­sigur gegn vængbrotnu liði

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Sigurður Pétursson og KJ eigast við.
Sigurður Pétursson og KJ eigast við. Pawel Cieslikiewicz

Álftanes sigraði KR 108-89 í 6. umferð Bónus-deild karla í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti en Álftnesingar snéru leiknum við í seinni hálfleik.

KR-ingar sem voru án tveggja lykilleikmanna í kvöld, byrjuðu leikinn af krafti og voru öflugri aðilinn í fyrsta leikhluta. 23-27 var staðan og leiddu gestirnir með fjórum stigum.

Annar leikhluti var nokkuð jafn og kaflaskiptur en KR var með yfirhöndina.

KR leiddi með einu stigi eftir tvo leikhluta en Álftanes tók svo yfir leikinn í þriðja leikhluta.

Álftanesi tókst að breikka bilið og vann svo sannfærandi sigur 108-89.

Stjörnur og skúrkar

Kenneth Jamar Doucet JR öflugur fyrir KR í kvöld með 34 stig. Tóti Turbo leikstýrði liðinu eins og herforingji og var einn mikilvægasti leikmaður KR í þessa vængbrotna liði í kvöld.

Ade Murkey var stigahæstur í liði Álftnesinga með 28 stig, 5 stoðsendingar og 9 fráköst.

Sigurður Pétursson var svo með 26 stig og 11 fráköst og átti frábæra frammistöðu í kvöld.

Stemning og umgjörð

Frábær stemning á Álftanesi og mjög fín mæting.

Dómarar

Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson og Sófus Máni Bender voru dómarar kvöldsins. Ekkert út á dómgæsluna að setja, 7 í einkunn frá mér.

Dómarar kvöldsins stóðu sig með prýði.Pawel Cieslikiewicz

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira