Lánið löglega Breki Karlsson skrifar 5. nóvember 2025 16:02 Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun