Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 10:31 Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun