Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þróunarsamvinna Jarðhiti Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun