Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun