Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar 27. október 2025 13:01 Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Byggðamál Áfengi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar