Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar 27. október 2025 13:01 Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Byggðamál Áfengi Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun