Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun