Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:07 Dagur Kári Ólafsson hefur nú skráð sig stóru letri í sögubækur íslenskra fimleika. FSÍ Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ. Fimleikar Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ.
Fimleikar Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira