Lífið

„Við hvern ert þú að tala?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birna Rún og Hildur Vala mættu í fyrsta þáttinn.
Birna Rún og Hildur Vala mættu í fyrsta þáttinn.

Ný þáttaröð af Ísskápastríði hófst á Sýn í gærkvöldi þegar þær Birna Rún Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir mættu sem gestir. Birna var með Gumma Ben í liði og Hildur Vala með Evu Laufeyju.

Þetta var nokkuð hörð keppni en samt má segja að Hildur og Eva hafi náð sér aðeins betur á strik í keppninni. Þegar kom að aðalréttinum fóru skotin að fljúga á milli liðanna.

Birna sagðist til að mynda vera nokkuð góð í að baka kökur, og þá greip Eva þá setningu á lofti og vildi tjá sig um málið. Þá greip Guðmundur strax orðið og öskraði: „Við hvern ert þú að tala?“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Skotin gengu á milli í aðalréttinum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.