Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sverrir Mar Smárason skrifar 16. október 2025 21:22 vísir/Anton Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir mættu á Akranes og lögðu Skagamenn með ellefu stigum eftir framlengdan leik, 130-119. Skagamenn byrjuðu leikinn vel og voru mest tólf stigum yfir en gestirnir úr Njarðvík unnu sig inn í leikinn og tóku forystuna. Nýliðarnir gáfust ekki upp og lokamínúturnar voru æsispennandi. Njarðvík tryggði sér framlengingu á vítalínunni en í henni voru gestirnir úr Njarðvík mun sterkari. Njarðvík vann framlenginguna 21-10. Brandon Averette skoraði 37 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Njarðvík og Mario Matasovic var með 30 stig. Darnell Cowart skoraði 34 stig fyrir ÍA og Gojko Zudzum var með 30 stig. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild karla ÍA UMF Njarðvík
Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir mættu á Akranes og lögðu Skagamenn með ellefu stigum eftir framlengdan leik, 130-119. Skagamenn byrjuðu leikinn vel og voru mest tólf stigum yfir en gestirnir úr Njarðvík unnu sig inn í leikinn og tóku forystuna. Nýliðarnir gáfust ekki upp og lokamínúturnar voru æsispennandi. Njarðvík tryggði sér framlengingu á vítalínunni en í henni voru gestirnir úr Njarðvík mun sterkari. Njarðvík vann framlenginguna 21-10. Brandon Averette skoraði 37 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Njarðvík og Mario Matasovic var með 30 stig. Darnell Cowart skoraði 34 stig fyrir ÍA og Gojko Zudzum var með 30 stig. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.