Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 16. október 2025 07:02 Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun