Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 13:45 Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun