Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Sverrir Mar Smárason skrifar 2. október 2025 22:30 Skagamenn byrja á sigri. vísir/Jón Gautur Skagamenn eru mættir upp í Bónus deildina eftir 25 ára fjarveru. Þeir tóku á móti Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik tímabilsins. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og voru það Skagamenn sem fóru gulir og glaðir heim. Skagamenn skoruðu fyrstu körfu leiksins eftir að hafa unnið uppkastið en eltu svo gestina frá Þorlákshöfn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Lazar Lugic var atkvæðamikill í liði Þórs framan af og skotvörn Skagamanna slök. Staðan var 49-51, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þór yfir allan tímann en náðu þó aldrei að slíta sig almennilega frá heimamönnum. Út í þriðja leikhluta komu Skagamenn hins vegar mjög grimmir og hertu vel á vörninni. Styrmir Jónasson stal tveimur boltum í röð af Þór og á svipstundu var ÍA sjö stigum yfir. Fjórði leikhluti var mikil spenna þar sem liðin skiptust á að leiða þangað til um 3 mínútur voru eftir, bæði lið komin í bónus og Skagamenn gengu á lagið með þremur körfum í röð frá Gojko Zudzum og öryggi af vítalínunni. Lokatölur tíu stiga sigur heimamanna, 102-92, og frábær leið til þess að byrja tímabilið sem nýliðar í Bónus deildinni. Atvik leiksins Ég verð að nefna þrjú atvik í þriðja leikhluta sem öll tengjast Styrmi Jónassyni. Þar eiginlega snérist þessi leikur ÍA í vil. Styrmir stal boltanum í tvígang og skoraði. Bæði skiptin höfðu Skagamenn verið nýbúnir að koma stigum á töfluna. Það þriðja var blokk frá Styrmi á skoti frá Jacoby Ross. Stúkan æstist vel upp við það og settist varla niður það sem eftir lifði leiks. Stjörnur og skúrkar Gojko Zudzum var algjölega magnaður í kvöld. Skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Styrmir Jónasson leiddi endurkomu liðsins í þriðja leikhluta. Stal boltanum, skoraði og lagði upp á félagana auk þess sem hann náði að kveikja vel í stúkunni. Lazar Lugic var frábær í liði Þórs í kvöld, sérstaklega framan af. Hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Stúkan hafði áhyggjur af tveimur leikmönnum inná vellinum í dag. Annars vegar Darnell Cowart í liði ÍA og hins vegar Konstantinos Gontikas. Spurningamerki fyrir þjálfarana. Dómarinn Kristinn Ó., Jón Þór E. og Sigurbaldur F. dæmdu þennan leik í kvöld bara ágætlega. Emil Karel fékk snemma 5 villur og var ósáttur með það en annars var lítið um vafaatriði miðað við viðbrögð stúkunnar. Solid 8. Stemmning og umgjörð Frábær stemning á Skaganum og umgjörðin góð í gamla húsinu á Vesturgötu. Vængir í boði og allir í geggjuðum gír. Þetta var samkvæmt heimamönnum síðasti leikurinn í þessu húsi því næsti heimaleikur, eftir tvær vikur, á að fara fram í nýja íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Það mun færa allt upp á næsta plan í körfuboltanum á Akranesi. „Þetta voru mikil vonbrigði“ Ekki sáttur.Vísir/Diego „Auðvitað ætlum við okkur aldrei að tapa leik og þetta voru mikil vonbrigði. Fyrri hálfleikur var allt í lagi og svo fannst mér við verða svona aðeins stressaðir í seinni. Við vorum eitthvað að reyna að ná þeim og þeir skotu rosalega mikið af vítum. Þeir voru með 45 víti í leiknum og þá er mjög erfitt að vinna lið. Þeir unnu fyrir því fannst mér og þeir voru að vinna þessa 50/50 bolta undir körfunni og vinna baráttuna í teignum. Þeir áttu sigurinn skilið,“ sagði Lárus, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Lárus horfði þó brattur fram veginn. „Við erum búnir að eiga mörg góð augnablik bæði á undirbúningstímabilinu og líka í þessum leik. Ég var ánægður með slatta af leiknum en þetta var svolítið kvöldið hjá ÍA bara. Við þurfum bara að einbeita okkur að því sem við erum að gera vel,“ sagði hann. Benedikt Guðmundsson talaði um það í Körfuboltakvöldi fyrir stuttu að hann hefði þá tilfinningu að þreyta væri komið í samstarf Lárusar og Þórs eftir fimm tímabil. Lárus vildi ekki meina það. „Það er kannski alveg eðlilegt að segja eitthvað svoleiðis. Þetta er sjötta árið mitt með liðið. Er þetta ekki bara eins og í einhverju hjónabandi? Þú þarft að rækta sambandið. Núna eru eiginlega allir nýjir þannig ég er eiginlega að þjálfa nýtt lið.“ Bónus-deild karla ÍA Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks. 2. október 2025 22:52
Skagamenn eru mættir upp í Bónus deildina eftir 25 ára fjarveru. Þeir tóku á móti Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik tímabilsins. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og voru það Skagamenn sem fóru gulir og glaðir heim. Skagamenn skoruðu fyrstu körfu leiksins eftir að hafa unnið uppkastið en eltu svo gestina frá Þorlákshöfn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Lazar Lugic var atkvæðamikill í liði Þórs framan af og skotvörn Skagamanna slök. Staðan var 49-51, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þór yfir allan tímann en náðu þó aldrei að slíta sig almennilega frá heimamönnum. Út í þriðja leikhluta komu Skagamenn hins vegar mjög grimmir og hertu vel á vörninni. Styrmir Jónasson stal tveimur boltum í röð af Þór og á svipstundu var ÍA sjö stigum yfir. Fjórði leikhluti var mikil spenna þar sem liðin skiptust á að leiða þangað til um 3 mínútur voru eftir, bæði lið komin í bónus og Skagamenn gengu á lagið með þremur körfum í röð frá Gojko Zudzum og öryggi af vítalínunni. Lokatölur tíu stiga sigur heimamanna, 102-92, og frábær leið til þess að byrja tímabilið sem nýliðar í Bónus deildinni. Atvik leiksins Ég verð að nefna þrjú atvik í þriðja leikhluta sem öll tengjast Styrmi Jónassyni. Þar eiginlega snérist þessi leikur ÍA í vil. Styrmir stal boltanum í tvígang og skoraði. Bæði skiptin höfðu Skagamenn verið nýbúnir að koma stigum á töfluna. Það þriðja var blokk frá Styrmi á skoti frá Jacoby Ross. Stúkan æstist vel upp við það og settist varla niður það sem eftir lifði leiks. Stjörnur og skúrkar Gojko Zudzum var algjölega magnaður í kvöld. Skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Styrmir Jónasson leiddi endurkomu liðsins í þriðja leikhluta. Stal boltanum, skoraði og lagði upp á félagana auk þess sem hann náði að kveikja vel í stúkunni. Lazar Lugic var frábær í liði Þórs í kvöld, sérstaklega framan af. Hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Stúkan hafði áhyggjur af tveimur leikmönnum inná vellinum í dag. Annars vegar Darnell Cowart í liði ÍA og hins vegar Konstantinos Gontikas. Spurningamerki fyrir þjálfarana. Dómarinn Kristinn Ó., Jón Þór E. og Sigurbaldur F. dæmdu þennan leik í kvöld bara ágætlega. Emil Karel fékk snemma 5 villur og var ósáttur með það en annars var lítið um vafaatriði miðað við viðbrögð stúkunnar. Solid 8. Stemmning og umgjörð Frábær stemning á Skaganum og umgjörðin góð í gamla húsinu á Vesturgötu. Vængir í boði og allir í geggjuðum gír. Þetta var samkvæmt heimamönnum síðasti leikurinn í þessu húsi því næsti heimaleikur, eftir tvær vikur, á að fara fram í nýja íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Það mun færa allt upp á næsta plan í körfuboltanum á Akranesi. „Þetta voru mikil vonbrigði“ Ekki sáttur.Vísir/Diego „Auðvitað ætlum við okkur aldrei að tapa leik og þetta voru mikil vonbrigði. Fyrri hálfleikur var allt í lagi og svo fannst mér við verða svona aðeins stressaðir í seinni. Við vorum eitthvað að reyna að ná þeim og þeir skotu rosalega mikið af vítum. Þeir voru með 45 víti í leiknum og þá er mjög erfitt að vinna lið. Þeir unnu fyrir því fannst mér og þeir voru að vinna þessa 50/50 bolta undir körfunni og vinna baráttuna í teignum. Þeir áttu sigurinn skilið,“ sagði Lárus, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Lárus horfði þó brattur fram veginn. „Við erum búnir að eiga mörg góð augnablik bæði á undirbúningstímabilinu og líka í þessum leik. Ég var ánægður með slatta af leiknum en þetta var svolítið kvöldið hjá ÍA bara. Við þurfum bara að einbeita okkur að því sem við erum að gera vel,“ sagði hann. Benedikt Guðmundsson talaði um það í Körfuboltakvöldi fyrir stuttu að hann hefði þá tilfinningu að þreyta væri komið í samstarf Lárusar og Þórs eftir fimm tímabil. Lárus vildi ekki meina það. „Það er kannski alveg eðlilegt að segja eitthvað svoleiðis. Þetta er sjötta árið mitt með liðið. Er þetta ekki bara eins og í einhverju hjónabandi? Þú þarft að rækta sambandið. Núna eru eiginlega allir nýjir þannig ég er eiginlega að þjálfa nýtt lið.“
Bónus-deild karla ÍA Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks. 2. október 2025 22:52
„Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks. 2. október 2025 22:52