Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Pálmi Þórsson skrifar 2. október 2025 21:30 Álftanes byrjar á öruggum sigri. vísir/Hulda Margrét Álftanes fór illa með nýliða Ármanns í 1. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í raun búinn strax í 1. leikhluta. Nýliðar Ármanns, sem höfðu beðið í fleiri áratugi eftir að spila í efstu deild, mættu til leiks án tveggja lykil leikmanna. Kaninn þeirra hann Dibaji Walker var ekki kominn með leikheimild á meðan Arnaldur Grímsson var meiddur. Það var víst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina en heimamenn tóku frumkvæðið á fyrstu mínútu og hreinlega völtuðu yfir Ármann 121-69. Álftnesingar spiluðu góða og grimma vörn en á sama tíma hittu Ármenningar alls ekki vel og sennilega er hægt að skrifa það bara muninn í gæðum. Á hinum enda vallarins fengu Álftnesingar mikið af hraðaupphlaupum en einnig bara þægilegar körfur á hálfum velli með menningar voru með fá svör. Atvik leiksins Erfitt er að nefna eitthvað eitt atvik í þessum leik þar sem hann var aldrei spennandi. Fyrir leik er það stórt að Ármenningar voru Kanalausir í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Ade Taqqiyy Henry Murkey var frábær í liði Álftnesinga en hann skoraði 30 stig og gaf 14 fráköst og sömuleiðis var hann Sigurður Pétursson góður með 16 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Skúrkurinn er sennilega Vinnumálastofnun eða Útlendingastofnun því það er erfitt fyrir nýliða að vera Kanalausir. Hvað þá í fyrsta leik. Dómarar Bjarni Hlíðkvist, Birgir Örn og Stefán voru með flautuna og gerðu það með mikilli sæmd. Stemming og umgjörð Mætingin var frábær í Kaldalónshöllinni. Fólk var mætt snemma og fékk sér hamborgara fyrir leik alveg eins og það á að vera úti á Álftanesi. Viðtöl Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga var þokkalega sáttur með sýna menn í þessum fyrsta leik. „Bara flott orkustig í leiknum. Það var svona sem við lögðum upp með. Bara að koma að krafti inn í leikinn og vildum láta finna fyrir okkur. Það var svona það sem við töluðum um fyrir leikinn. Vera inn í okkar gildum og keyra á þetta svolítið.“ Það er búið að vera mikill stígandi í körfunni á Álftanesi. Bæði í liðinu undanfarin ár sem og umgjörð í kringum liðið og leiki. En hverjar eru væntingarnar á Álftanesi í ár? „Það er bara einn leikur í einu. Við vorum bara að vinna í fyrstu umferð. Öll liðin eiga mjög langt í ár og það á mjög margt eftir að gerast í vetur. Nú byrjar bara önnur leik vika og undirbúningur fyrir næsta leik,“ sagði Kjartan einbeittur. Haukur Helgi Pálsson var meiddur, Dúi Þór Jónsson fór meiddur af velli í dag sem og Hilmir Arnarson sem var að spila sinn fyrsta leik en Kjartan hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Hilmir missteig sig en hann reyndar missteig sig um daginn líka og var fljótur að jafna sig á því. Og Dúi fékk bara lítið og högg og vildi koma aftur inn á en við ákváðum að vera mjög varkárir með hann. Þannig að ég hef ekki teljandi áhyggjur af honum.“ Kjartan Atli byrjar tímabilið á stórsigri.Vísir/Diego Sigurður Pétursson var léttur eftir leik. „Hann var þægilegur. Mjög þægilegur sigur. Skemmtilegur leikur og alvöru stemning. Vantar náttúrlega tvo leikmenn hjá þeim og það var ansi erfitt fyrir þá og létt fyrir okkur.“ En Sigurður átti glimrandi góða frumraun fyrir Álftanes og skilaði af sér 16 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum. Svo það er auðvelt að segja að Sigurður passi vel inn í liðið. „Geggjað að vera hérna. Geggjuð stemning. Fýla hvernig við spilum og mitt hlutverk. Þetta er bara geggjað.“ Sagði Sigurður en hann er með skýr markmið fyrir þetta tímabil. „Það er auðvitað að vinna einhverja titla en er það ekki markmið hjá flestum liðum. En ég veit ekki hvort að þessi leikur segir eitthvað til um hvað við séum góðir eða þeir lélegir.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Ármann Tengdar fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár. 2. október 2025 22:02
Álftanes fór illa með nýliða Ármanns í 1. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í raun búinn strax í 1. leikhluta. Nýliðar Ármanns, sem höfðu beðið í fleiri áratugi eftir að spila í efstu deild, mættu til leiks án tveggja lykil leikmanna. Kaninn þeirra hann Dibaji Walker var ekki kominn með leikheimild á meðan Arnaldur Grímsson var meiddur. Það var víst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina en heimamenn tóku frumkvæðið á fyrstu mínútu og hreinlega völtuðu yfir Ármann 121-69. Álftnesingar spiluðu góða og grimma vörn en á sama tíma hittu Ármenningar alls ekki vel og sennilega er hægt að skrifa það bara muninn í gæðum. Á hinum enda vallarins fengu Álftnesingar mikið af hraðaupphlaupum en einnig bara þægilegar körfur á hálfum velli með menningar voru með fá svör. Atvik leiksins Erfitt er að nefna eitthvað eitt atvik í þessum leik þar sem hann var aldrei spennandi. Fyrir leik er það stórt að Ármenningar voru Kanalausir í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Ade Taqqiyy Henry Murkey var frábær í liði Álftnesinga en hann skoraði 30 stig og gaf 14 fráköst og sömuleiðis var hann Sigurður Pétursson góður með 16 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Skúrkurinn er sennilega Vinnumálastofnun eða Útlendingastofnun því það er erfitt fyrir nýliða að vera Kanalausir. Hvað þá í fyrsta leik. Dómarar Bjarni Hlíðkvist, Birgir Örn og Stefán voru með flautuna og gerðu það með mikilli sæmd. Stemming og umgjörð Mætingin var frábær í Kaldalónshöllinni. Fólk var mætt snemma og fékk sér hamborgara fyrir leik alveg eins og það á að vera úti á Álftanesi. Viðtöl Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga var þokkalega sáttur með sýna menn í þessum fyrsta leik. „Bara flott orkustig í leiknum. Það var svona sem við lögðum upp með. Bara að koma að krafti inn í leikinn og vildum láta finna fyrir okkur. Það var svona það sem við töluðum um fyrir leikinn. Vera inn í okkar gildum og keyra á þetta svolítið.“ Það er búið að vera mikill stígandi í körfunni á Álftanesi. Bæði í liðinu undanfarin ár sem og umgjörð í kringum liðið og leiki. En hverjar eru væntingarnar á Álftanesi í ár? „Það er bara einn leikur í einu. Við vorum bara að vinna í fyrstu umferð. Öll liðin eiga mjög langt í ár og það á mjög margt eftir að gerast í vetur. Nú byrjar bara önnur leik vika og undirbúningur fyrir næsta leik,“ sagði Kjartan einbeittur. Haukur Helgi Pálsson var meiddur, Dúi Þór Jónsson fór meiddur af velli í dag sem og Hilmir Arnarson sem var að spila sinn fyrsta leik en Kjartan hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Hilmir missteig sig en hann reyndar missteig sig um daginn líka og var fljótur að jafna sig á því. Og Dúi fékk bara lítið og högg og vildi koma aftur inn á en við ákváðum að vera mjög varkárir með hann. Þannig að ég hef ekki teljandi áhyggjur af honum.“ Kjartan Atli byrjar tímabilið á stórsigri.Vísir/Diego Sigurður Pétursson var léttur eftir leik. „Hann var þægilegur. Mjög þægilegur sigur. Skemmtilegur leikur og alvöru stemning. Vantar náttúrlega tvo leikmenn hjá þeim og það var ansi erfitt fyrir þá og létt fyrir okkur.“ En Sigurður átti glimrandi góða frumraun fyrir Álftanes og skilaði af sér 16 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum. Svo það er auðvelt að segja að Sigurður passi vel inn í liðið. „Geggjað að vera hérna. Geggjuð stemning. Fýla hvernig við spilum og mitt hlutverk. Þetta er bara geggjað.“ Sagði Sigurður en hann er með skýr markmið fyrir þetta tímabil. „Það er auðvitað að vinna einhverja titla en er það ekki markmið hjá flestum liðum. En ég veit ekki hvort að þessi leikur segir eitthvað til um hvað við séum góðir eða þeir lélegir.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Ármann Tengdar fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár. 2. október 2025 22:02
„Fannst þetta full mikil brekka“ Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár. 2. október 2025 22:02