Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 1. október 2025 12:31 Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun