Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar 27. september 2025 07:31 Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Strætó Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun