„Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 22:40 Einar Jónsson þarf að bæta grunntæknina í fótboltanum, það er á hreinu. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson var borubrattur þrátt fyrir að lið hans, Fram, hefði lotið í lægra haldi fyrir Haukum í hörkuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í kvöld. „Frammistaðan var bara fín þegar á heildina er litið og allt annað að sjá liðið en í leiknum gegn Selfossi til dæmis. Munurinn á liðunum í kvöld var bara markvarslan svo einfalt var það nú. Aron Rafn varði vel á meðan mínir markmenn hittu ekki á góðan leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sáttur en svekktur. Arnór Máni Daðason og Breki Hrafn Árnason hafa ekki fundið sig í upphafi þessa tímabils en þeir áttu stóran þátt í því að Fram varð Íslands- og bikarmeistari síðasta vor. Einar segir að svipað hafi verið uppi á tengingnum á sama tíma í fyrra. „Arnór Máni og Breki Hrafn voru líka lengi í gang síðasta vetur og áttu kaflaskipta leiki fyrir jól á síðasta ári og svo óx þeim ásmegin eftir áramót. Ég kann svo sem engar skýtingar á því hvers vegna þetta hefur verið svona en vissulega væri ég til í meiri markvörslu í komandi leikjum,“ sagði Einar þar að auki. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum í leik þar sem var hart barist og tempótið var þokkalega hátt. Auðvitað söknum við Marels og það mun taka einhvern tíma að finna réttu blönduna. Það þurfa fleiri en einn að fylla skarðið sem Marel skilur eftir, það er ljóst,“ sagði hann. „Við getum klárlega byggt á því hvernig við spiluðum þennan leik. Hér sýndu menn sitt rétta andlit. Það sem er kannski neikvæðst við leikinn er hvað fílabeinsturninn bauð upp á, en það er svo sem hætt að koma mér á óvart hvað kemur þaðan,“ sagði Einar sem var óánægður með að hafa fengið tvær mínútur fyrir að sparka í boltann eftir að hann fór af velli. Einar viðurkenndi þó að spyrnan hafi verið slök og þar hafi tilfinnanlega skot að hann væri með stífan ökkla. Olís-deild karla Fram Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Frammistaðan var bara fín þegar á heildina er litið og allt annað að sjá liðið en í leiknum gegn Selfossi til dæmis. Munurinn á liðunum í kvöld var bara markvarslan svo einfalt var það nú. Aron Rafn varði vel á meðan mínir markmenn hittu ekki á góðan leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sáttur en svekktur. Arnór Máni Daðason og Breki Hrafn Árnason hafa ekki fundið sig í upphafi þessa tímabils en þeir áttu stóran þátt í því að Fram varð Íslands- og bikarmeistari síðasta vor. Einar segir að svipað hafi verið uppi á tengingnum á sama tíma í fyrra. „Arnór Máni og Breki Hrafn voru líka lengi í gang síðasta vetur og áttu kaflaskipta leiki fyrir jól á síðasta ári og svo óx þeim ásmegin eftir áramót. Ég kann svo sem engar skýtingar á því hvers vegna þetta hefur verið svona en vissulega væri ég til í meiri markvörslu í komandi leikjum,“ sagði Einar þar að auki. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum í leik þar sem var hart barist og tempótið var þokkalega hátt. Auðvitað söknum við Marels og það mun taka einhvern tíma að finna réttu blönduna. Það þurfa fleiri en einn að fylla skarðið sem Marel skilur eftir, það er ljóst,“ sagði hann. „Við getum klárlega byggt á því hvernig við spiluðum þennan leik. Hér sýndu menn sitt rétta andlit. Það sem er kannski neikvæðst við leikinn er hvað fílabeinsturninn bauð upp á, en það er svo sem hætt að koma mér á óvart hvað kemur þaðan,“ sagði Einar sem var óánægður með að hafa fengið tvær mínútur fyrir að sparka í boltann eftir að hann fór af velli. Einar viðurkenndi þó að spyrnan hafi verið slök og þar hafi tilfinnanlega skot að hann væri með stífan ökkla.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira