Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 21:02 vísir/diego Haukar lögðu Fram að velli með fimm marka mun, 27-32 þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum með fjögur stig hvort lið fyrir þennan slag og leikurinn var sömuleiðis jafn á öllum tölum framan af fyrri hálfleik. Breki Hrafn Árnason kom sterkur inn í markið undir lok fyrri hálfleiks og lagði grunn að því að Frammarar voru með tveggja marka forskot, 14-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Sama spenna hélt áfram í seinni hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Haukar komust svo þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. Haukr juku forskotið á lokakafla leiksins og fóru að lokum með sadfas marka sigur af hólmi. Olís-deild karla Fram Haukar
Haukar lögðu Fram að velli með fimm marka mun, 27-32 þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum með fjögur stig hvort lið fyrir þennan slag og leikurinn var sömuleiðis jafn á öllum tölum framan af fyrri hálfleik. Breki Hrafn Árnason kom sterkur inn í markið undir lok fyrri hálfleiks og lagði grunn að því að Frammarar voru með tveggja marka forskot, 14-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Sama spenna hélt áfram í seinni hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Haukar komust svo þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. Haukr juku forskotið á lokakafla leiksins og fóru að lokum með sadfas marka sigur af hólmi.
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn