Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2025 13:56 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00