Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. september 2025 09:32 Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun