Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar 23. september 2025 15:01 Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hilmar Harðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun