Körfubolti

Ant­hony Davis byrjaður að æfa á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Davis meiddist í fyrsta leik sínum með Mavericks og missti í kjölfarið af 18 leikjum í röð.
Davis meiddist í fyrsta leik sínum með Mavericks og missti í kjölfarið af 18 leikjum í röð. Vísir/Getty

Aðdáendur Dallas Mavericks geta tekið gleði sína á ný en meiðslapésinn Anthony Davis tók í vikunni þátt í fimm á fimm æfingu í fyrsta sinn síðan í júlí.

Davis hefur verið mikið meiddur í gegnum ferilinn en hann náði aðeins að spila níu leiki af þeim 32 sem voru eftir af tímabili Mavericks eftir að honum var skipt þangað í febrúar.

Þegar risaskipti Luka Doncic til Lakers voru tilkynnt var orðið á götunni að stjórnendur Mavericks hefðu meðal annars töluverðar áhyggjur af líkamlegu ástandi Doncic. Það verður því að teljast skjóta nokkuð skökku við að skipta hinum 26 ára Doncic fyrir 32 ára Davis sem hefur aldrei náð að spila heilt tímabil án þess að meiðast.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×