Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar 16. september 2025 08:02 Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar