Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar 16. september 2025 08:02 Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun