Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. desember 2025 13:30 Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun