Handbolti

Viggó magnaður í dramatísku jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson var frábær í kvöld.
Viggó Kristjánsson var frábær í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT

Viggó Kristjánsson átti frábæran leik í liði Erlangen þegar liðið gerði dramatískt jafntefli við Melsungen á útivelli í efstu deild þýska handboltans. Andri Már Rúnarsson var einnig í fantaformi.

Erlangen komst yfir þegar 40 sekúndur voru til leiksloka en heimamönnum tókst að jafna áður en flautan gall, lokatölur 32-32 og bæði lið fara því heim með eitt stig í pokanum.

Viggó var allt í öllu hjá sínum mönnum. Skoraði hann átta mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Enginn á vellinum kom að fleiri mörkum. Andri Már skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Erlangen á meðan Arnar Freyr Arnarsson nýtti eina skot sitt í liði Melsungen.

Bæði lið eru með einn sigur, eitt jafntefli og tvö töp í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum á leiktíðinni.

Kristján Örn Kristjánsson skoraði þá tvö mörk þegar SAH lagði Fredericia á útivelli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 30-33. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted tapaði með sjö marka mun fyrir HØJ Elite, lokatölur 33-26.

SAH er með tvo sigra að loknum þremur leikjum á meðan Ringsted hefur unnið einn af þremur leikjum sínum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×