Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar 10. september 2025 10:32 Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar