Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 9. september 2025 14:03 Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Orkumál Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun