Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar 5. september 2025 07:46 Á morgun, laugardag, er efnt til fjöldafunda víða um land til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið sem nú á sér stað í Palestínu. Heildarsamtök launafólks og fjöldi stéttarfélaga standa að fundinum, ásamt fjölmörgum öðrum samtökum. Með fundinum er vonast til að sýna fram á víðtæka samstöðu og krefjast um leið aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Palestínu, þar sem almennir borgarar eru ekki aðeins gerðir að hernaðarlegum skotmörkum, heldur líka sveltir í hel. Blaðamenn eru myrtir skipulega til að reyna að draga úr möguleikum almennings til að fá áreiðanlegar upplýsingar um stríðsglæpina og glæpina gegn mannkyni sem eru framdir á hverjum einasta degi. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur ítrekað ályktað um málefni Palestínu og krafist vopnahlés, lausnar gísla, tafarlausrar mannúðaraðstoðar á svæðinu og viðurkenningar á Palestínu sem ríki. Palestína fékk nýverið áheyrnaraðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) að undirlagi verkalýðshreyfingarinnar. Enn fremur hefur verkalýðshreyfingin sett fram kröfu til ILO um að ísraelskum stjórnvöldum sé gert að stöðva réttindabrot gegn palestínsku launafólki og taka á grófum launaþjófnaði sem a.m.k. 200 þúsund Palestínumenn hafa sætt. Við, sem undir þessa grein ritum og erum í forsvari fyrir stéttarfélög og heildarsamtök launafólks, stöndum með palestínsku launafólki og öllum almenningi í Palestínu. Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs. Við hvetjum félagsfólk íslenskra stéttarfélaga til að taka þátt í samstöðufundum í Reykjavík, Stykkishólmi, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og Ísafirði á laugardag kl. 14. Tími aðgerða er löngu runninn upp. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags Andri Reyr Haraldsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja Aneta Potrykus, formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju Anný Björk Guðmundsdóttir, formaður Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags Baldvin M. Zarioh, formaður Félags háskólakennara Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku Eiður Stefánsson, formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna og Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna Georg Páll Skúlason, formaður GRAFÍU Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenni (VSFK) Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar og FIT Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfgreinafélags Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Jakob Tryggvason, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, formaður Póstmannafélags Íslands Kári Sigurðsson, formaður Sameykis Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands Rafiðnaðarfélag Norðurlands Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands Sigurður Sigurjónsson, formaður Félag stjórnenda leikskóla Silja Eyrún Steingrímsdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Unnur Sigmarsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands Vignir S. Maríasson, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness Þorkell Heiðarsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, er efnt til fjöldafunda víða um land til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið sem nú á sér stað í Palestínu. Heildarsamtök launafólks og fjöldi stéttarfélaga standa að fundinum, ásamt fjölmörgum öðrum samtökum. Með fundinum er vonast til að sýna fram á víðtæka samstöðu og krefjast um leið aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Palestínu, þar sem almennir borgarar eru ekki aðeins gerðir að hernaðarlegum skotmörkum, heldur líka sveltir í hel. Blaðamenn eru myrtir skipulega til að reyna að draga úr möguleikum almennings til að fá áreiðanlegar upplýsingar um stríðsglæpina og glæpina gegn mannkyni sem eru framdir á hverjum einasta degi. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur ítrekað ályktað um málefni Palestínu og krafist vopnahlés, lausnar gísla, tafarlausrar mannúðaraðstoðar á svæðinu og viðurkenningar á Palestínu sem ríki. Palestína fékk nýverið áheyrnaraðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) að undirlagi verkalýðshreyfingarinnar. Enn fremur hefur verkalýðshreyfingin sett fram kröfu til ILO um að ísraelskum stjórnvöldum sé gert að stöðva réttindabrot gegn palestínsku launafólki og taka á grófum launaþjófnaði sem a.m.k. 200 þúsund Palestínumenn hafa sætt. Við, sem undir þessa grein ritum og erum í forsvari fyrir stéttarfélög og heildarsamtök launafólks, stöndum með palestínsku launafólki og öllum almenningi í Palestínu. Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs. Við hvetjum félagsfólk íslenskra stéttarfélaga til að taka þátt í samstöðufundum í Reykjavík, Stykkishólmi, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og Ísafirði á laugardag kl. 14. Tími aðgerða er löngu runninn upp. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags Andri Reyr Haraldsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja Aneta Potrykus, formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju Anný Björk Guðmundsdóttir, formaður Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags Baldvin M. Zarioh, formaður Félags háskólakennara Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku Eiður Stefánsson, formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna og Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna Georg Páll Skúlason, formaður GRAFÍU Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenni (VSFK) Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar og FIT Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfgreinafélags Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Jakob Tryggvason, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, formaður Póstmannafélags Íslands Kári Sigurðsson, formaður Sameykis Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands Rafiðnaðarfélag Norðurlands Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands Sigurður Sigurjónsson, formaður Félag stjórnenda leikskóla Silja Eyrún Steingrímsdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Unnur Sigmarsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands Vignir S. Maríasson, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness Þorkell Heiðarsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun