Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 4. september 2025 14:01 Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun