Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2025 22:31 Almar Orri Atlason. Vísir/Hulda Margrét Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. „Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira