Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2025 19:01 Martin Hermannsson var maður leiksins í dag í hörkuleik við gríðarsterkt lið. Vísir/Hulda Margrét Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. Þökk sé ábendingu úr íslenska starfsliðinu slökktu pólsku tæknimennirnir á Lofsöngnum rétt fyrir crescendoið (úr tónfræðinni, vaxandi í hápunkt) og um allt húsið glumdi „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“. Þetta er augnablik sem enginn í þessari höll í Katowice gleymir og veitti strákunum óneitanlega kraft fyrir leik kvöldsins við sterkt slóvenskt lið með Luka Doncic í broddi fylkingar. Gæsahúðaraugnablik í Katowice. Bláa hafið fékk sviðið og söng þjóðsönginn án undirleiks! pic.twitter.com/zKNKYMdH4m— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2025 Það er hins vegar erfitt að vera litla liðið á stórmóti. Dómgæslan fellur sjaldnast með þér og það var staðan þegar í þriðja leikhlutann var komið í dag. Stórum hluta hans eyddu Slóvenar á vítalínunni eftir að hafa öskrað, floppað og vælt í hvert skipti sem þeir sóttu að körfunni. Villuflaumurinn var slíkur að leikurinn var meira og minna stopp. Það er leiðinlegt að tala um dómgæsluna annan leikinn í röð, kannski er maður enn brenndur, en þetta er býsna þreytt að horfa upp á. Dómari!!Vísir/Hulda Margrét Sérmeðferðin á Luka Doncic er svo annar kapituli. Það liggur við að hann sé að spila aðra íþrótt en hinir á vellinum, ekki bara vegna þess að hann er svo góður. Og hann er ekkert eðlilega góður í körfubolta. En á hinn boginn líður manni eins og dugi fyrir hann að horfa á körfuna til að dæmd sé villa. Slóvenía fékk 27 vítaskot í dag en Ísland tólf. En hvað um það. Munurinn hafði aðeins verið eitt stig í hálfleiknum en var skyndilega 14 stig fyrir síðasta leikhlutann. Ísland átti enn einu sinni slakan þriðja leikhluta. Ég hafði þá gefið upp alla von. Það er ekki hægt að segja það sama um þessa drengi inni á vellinum. Stuðningsmenn Íslands voru frábærir og gleyma seint gæsahúðaraugnablikinu í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Svekkelsið er til staðar en fyrst og fremst er maður svo stoltur af þessum mönnum og þessu liði. Annað en í síðasta leik fengu menn að útkljá leikinn á gólfinu. Þó það hafi vissulega verið óþarfi að henda Tryggva Hlinasyni af velli með fimmtu villuna fyrir litlar sakir. Það var þungt að missa Tryggva af velli, enda Ísland verið undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að krafta hans nyti við stærstan hluta. Það er nefnilega erfitt að vera litla liðið þegar kemur að frákastabaráttunni líka. Tryggvi þakkar stuðningsmönnum fyrir góða frammistöðu.Vísir/Hulda Margrét Viðbrögð Tryggva við því að leik hans væri lokið nokkrum mínútum á undan áætlun voru á sama veg og maður hefur séð frá þessu liði allt mótið. Ekkert væl og vein. Hann gengur sína leið á bekkinn, stígur upp á stól og öskrar á íslensku stúkuna sem rís öll á fætur og studdi í kjölfarið liðið allt til loka. Þristarnir duttu og raunar rigndi niður í fjórða leikhluta. Andinn í húsinu var makalaus. Martin Hermannsson sýndi sínar bestu hliðar og aðrir fylgdu með. Kristinn með þristinn Pálsson í stuði og taka þarf hattinn ofan fyrir Jóni Axel Guðmundssyni sem var hálfmeiddur að halda stjörnunni Doncic undir 30 stigum. Bravó. Jón Arnór Stefánsson sagði í EM í dag í vikunni að slæm þriggja stiga nýting væri smitandi og því miður fór slíkur faraldur um íslenska liðið í fyrstu þremur leikjunum. Það breyttist í dag. Sex þriggja stiga körfur einungis í fjórða leikhlutanum. Luka Doncic er pirrandi góður í körfubolta. Eða virkilega góður. En pirrandi góður þegar hann spilar við Ísland.Vísir/Hulda Margrét Gallinn var að Slóvenarnir svöruðu jafnóðum og sýndu hvers vegna þeir eru á meðal betri liða álfunnar. Þeir voru bara of góðir í lokin og lítið við því að gera. Það var líka fullmikið að tapa 20 boltum í leiknum. En ekkert verður tekið af þessum drengjum sem svara mótlætinu skipti eftir skipti á þessu móti með þvílíku jafnaðargeði, fagmennsku, baráttu og leikgleði að maður getur ekki annað en farið stoltur úr höllinni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Þökk sé ábendingu úr íslenska starfsliðinu slökktu pólsku tæknimennirnir á Lofsöngnum rétt fyrir crescendoið (úr tónfræðinni, vaxandi í hápunkt) og um allt húsið glumdi „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“. Þetta er augnablik sem enginn í þessari höll í Katowice gleymir og veitti strákunum óneitanlega kraft fyrir leik kvöldsins við sterkt slóvenskt lið með Luka Doncic í broddi fylkingar. Gæsahúðaraugnablik í Katowice. Bláa hafið fékk sviðið og söng þjóðsönginn án undirleiks! pic.twitter.com/zKNKYMdH4m— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2025 Það er hins vegar erfitt að vera litla liðið á stórmóti. Dómgæslan fellur sjaldnast með þér og það var staðan þegar í þriðja leikhlutann var komið í dag. Stórum hluta hans eyddu Slóvenar á vítalínunni eftir að hafa öskrað, floppað og vælt í hvert skipti sem þeir sóttu að körfunni. Villuflaumurinn var slíkur að leikurinn var meira og minna stopp. Það er leiðinlegt að tala um dómgæsluna annan leikinn í röð, kannski er maður enn brenndur, en þetta er býsna þreytt að horfa upp á. Dómari!!Vísir/Hulda Margrét Sérmeðferðin á Luka Doncic er svo annar kapituli. Það liggur við að hann sé að spila aðra íþrótt en hinir á vellinum, ekki bara vegna þess að hann er svo góður. Og hann er ekkert eðlilega góður í körfubolta. En á hinn boginn líður manni eins og dugi fyrir hann að horfa á körfuna til að dæmd sé villa. Slóvenía fékk 27 vítaskot í dag en Ísland tólf. En hvað um það. Munurinn hafði aðeins verið eitt stig í hálfleiknum en var skyndilega 14 stig fyrir síðasta leikhlutann. Ísland átti enn einu sinni slakan þriðja leikhluta. Ég hafði þá gefið upp alla von. Það er ekki hægt að segja það sama um þessa drengi inni á vellinum. Stuðningsmenn Íslands voru frábærir og gleyma seint gæsahúðaraugnablikinu í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Svekkelsið er til staðar en fyrst og fremst er maður svo stoltur af þessum mönnum og þessu liði. Annað en í síðasta leik fengu menn að útkljá leikinn á gólfinu. Þó það hafi vissulega verið óþarfi að henda Tryggva Hlinasyni af velli með fimmtu villuna fyrir litlar sakir. Það var þungt að missa Tryggva af velli, enda Ísland verið undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að krafta hans nyti við stærstan hluta. Það er nefnilega erfitt að vera litla liðið þegar kemur að frákastabaráttunni líka. Tryggvi þakkar stuðningsmönnum fyrir góða frammistöðu.Vísir/Hulda Margrét Viðbrögð Tryggva við því að leik hans væri lokið nokkrum mínútum á undan áætlun voru á sama veg og maður hefur séð frá þessu liði allt mótið. Ekkert væl og vein. Hann gengur sína leið á bekkinn, stígur upp á stól og öskrar á íslensku stúkuna sem rís öll á fætur og studdi í kjölfarið liðið allt til loka. Þristarnir duttu og raunar rigndi niður í fjórða leikhluta. Andinn í húsinu var makalaus. Martin Hermannsson sýndi sínar bestu hliðar og aðrir fylgdu með. Kristinn með þristinn Pálsson í stuði og taka þarf hattinn ofan fyrir Jóni Axel Guðmundssyni sem var hálfmeiddur að halda stjörnunni Doncic undir 30 stigum. Bravó. Jón Arnór Stefánsson sagði í EM í dag í vikunni að slæm þriggja stiga nýting væri smitandi og því miður fór slíkur faraldur um íslenska liðið í fyrstu þremur leikjunum. Það breyttist í dag. Sex þriggja stiga körfur einungis í fjórða leikhlutanum. Luka Doncic er pirrandi góður í körfubolta. Eða virkilega góður. En pirrandi góður þegar hann spilar við Ísland.Vísir/Hulda Margrét Gallinn var að Slóvenarnir svöruðu jafnóðum og sýndu hvers vegna þeir eru á meðal betri liða álfunnar. Þeir voru bara of góðir í lokin og lítið við því að gera. Það var líka fullmikið að tapa 20 boltum í leiknum. En ekkert verður tekið af þessum drengjum sem svara mótlætinu skipti eftir skipti á þessu móti með þvílíku jafnaðargeði, fagmennsku, baráttu og leikgleði að maður getur ekki annað en farið stoltur úr höllinni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02