„Verðum að þekkja okkar gildi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 18:02 Ægir Þór og Luka Dončić í leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“ Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira