Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. september 2025 07:02 Minn gamli kennari, Magnús Árni Skjöld Magnússon, stjórnmálafræðiprófessor og formaður Evrópuhreyfingarinnar, var með grein á Vísi í gær þar sem hann sagði meðal annars að umræðan um Evrópusambandið hefði stundum byggzt á hálfsannleik. Tilgreindi hann ákveðin lykilatriði að hans mati sem hann nefndi áhrif, evruna, innviði og öryggi og sagði þau næga ástæðu til þess að sækjast eftir inngöngu í sambandið. Hins vegar vantaði ekki hálfsannleika í grein Magnúsar og í sumum tilfellum beinlínis rangfærslur sem ég vil trúa að hafi ekki verið vísvitandi heldur einfaldlega vegna vanþekkingar. Fyrir það fyrsta sagði Magnús að Ísland þyrfti að vera við borðið þar sem ákvarðanirnar væru teknar og nefndi ráðherraráð Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, til sögunnar í þeim efnum. Vægi ríkja í ráðinu fer hins vegar fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Vægi Íslands þar yrði einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Magnús lét hins vegar nægja að segja að við yrðum vissulega ekki með mesta vægið þar. Þá sagði hann að fjögur ríki gætu „stoppað allt“ innan þess sem þýddi að okkur nægði að fá hin Norðurlöndin innan sambandsins eða Eystrasaltsríkin með okkur. Fjögur ríki geta vissulega stöðvað mál í ráðherraráðinu en að því gefnu að þau hafi allavega 35% íbúafjölda Evrópusambandsins að baki sér. Það nefndi Magnús ekki. Þó Ísland væri innan sambandsins og hefði bæði Norðurlöndin sem þar eru með sér, Danmörku, Svíþjóð og Finnland, sem og Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen dygði það engan veginn til. Þvert á móti vantaði mjög mikið upp á í þeim efnum enda samanlagt vægi þeirra einungis 6,27%. Við það bættust 0,08% Íslands. Til að mynda má nálgast fína reiknivél í þessum efnum á vefsíðu ráðherraráðsins sem sýnir þetta ágætlega. Stærstu ríkin með tögl og haldir Hins vegar geta Þýzkaland og Frakkland ásamt nánast hvaða tveimur öðrum ríkjum sem eru stöðvað öll mál í ráðherraráðinu. Samanlagt vægi þessara fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins í ráðinu er enda rúmlega 33,6%. Hið sama á við það ef fjögur fjölmennustu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, taka höndum saman. Samanlagt vægi þeirra er tæplega 57,7%. Til þess að taka ákvarðanir í ráðherraráðinu þarf allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þó öll fámennustu ríki þess tækju höndum saman þyrftu þau samt að fá eitt fjölmennustu ríkjanna í lið með sér. Með öðrum orðum eru fjölmennustu ríkin í algeru lykilhlutverki og hafa í raun tögl og haldir í þeim efnum. Við það bætist að þýzk og frönsk stjórnvöld hafa stundað það undanfarin rúm 60 ár að funda áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræma afstöðu sína til mála sem til hefur staðið að taka fyrir. Magnús nefnir einnig þing Evrópusambandsins þar sem Íslandi fengi sex þingmenn. Það er rétt en af vel yfir 700 sem hann nefnir af einhverjum ástæðum ekki. Það væri vægi á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægið innan þingflokka yrði á sömu nótum. Magnús sagði að möguleg áhrif þingmanna frá Íslandi á þingi Evrópusambandsins fælust í því „hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál.“ Vitanlega fælist nákvæmlega engin trygging í því fyrir einu eða neinu. Hvað varðar framkvæmdastjórn sambandsins viðurkenndi hann að þó einn í henni kæmi frá Íslandi yrði honum óheimilt að draga taum landsins. Ólíkt því sem raunin var í síðustu grein hans. Þá nefnir hann réttilega að atvinnutækifæri ákveðins minnihluta þjóðarinnar (þar á meðal bæði mín og hans) myndu stóraukast þar sem hundruð Íslendinga fengju vinnu í stofnunum Evrópusambandsins. Fjármögnuðu hernað Rússlands Hvað evruna varðar sagði Magnús að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki hana upp myndu vextir hér á landi líklega verða á pari við það sem gerðist í Danmörku og Færeyjum. Merkilegt val á dæmum í ljósi þess að Danir hafa ítrekað hafnað evrunni í þjóðartatkvæði og Færeyjar eru ekki í sambandinu. Sagði hann vaxtastigið hér á landi og verðtrygginguna afleiðingar krónunnar sem þó stenzt engan veginn skoðun eins og til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur fært gild rök fyrir. Er rétt að nota tækifærið og hvetja Magnús til þess að reyna að hrekja rök Ólafs. Það hefur öðrum ekki tekizt. Varðandi tal Magnúsar um innviði og aðgang að fjármagni frá Evrópusambandinu til uppbyggingar þeirra nægir að benda einfaldlega á þá staðreynd sem breið samstaða hefur verið um að ef til inngöngu Íslands í sambandið kæmi yrði landið nettógreiðandi til þess. Við myndum sem sagt greiða meira til Evrópusambandsins en við fengjum til baka í hvers kyns styrki. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða eða tugi milljarða við þyrftum að greiða með okkur til sambandsins. Við myndum með öðrum orðum greiða reikninginn í þessum efnum sjálf og vel rúmlega það. Hvað varðar að lokum öryggis- og varnarmálin er vert að hafa í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur. Rifja má einnig upp að stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð lýstu því yfir að helzta ástæða þess að þau sóttu um aðild að NATO hefði verið sú að þau gætu ekki treyst sambandinu í varnarmálum. Þá má geta þess að forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að hafa fjármagnað hernað Rússa með miklum kaupum á rússneskri orku áratugum saman. Er þetta fólkið sem við eigum að treysta? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Minn gamli kennari, Magnús Árni Skjöld Magnússon, stjórnmálafræðiprófessor og formaður Evrópuhreyfingarinnar, var með grein á Vísi í gær þar sem hann sagði meðal annars að umræðan um Evrópusambandið hefði stundum byggzt á hálfsannleik. Tilgreindi hann ákveðin lykilatriði að hans mati sem hann nefndi áhrif, evruna, innviði og öryggi og sagði þau næga ástæðu til þess að sækjast eftir inngöngu í sambandið. Hins vegar vantaði ekki hálfsannleika í grein Magnúsar og í sumum tilfellum beinlínis rangfærslur sem ég vil trúa að hafi ekki verið vísvitandi heldur einfaldlega vegna vanþekkingar. Fyrir það fyrsta sagði Magnús að Ísland þyrfti að vera við borðið þar sem ákvarðanirnar væru teknar og nefndi ráðherraráð Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, til sögunnar í þeim efnum. Vægi ríkja í ráðinu fer hins vegar fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Vægi Íslands þar yrði einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Magnús lét hins vegar nægja að segja að við yrðum vissulega ekki með mesta vægið þar. Þá sagði hann að fjögur ríki gætu „stoppað allt“ innan þess sem þýddi að okkur nægði að fá hin Norðurlöndin innan sambandsins eða Eystrasaltsríkin með okkur. Fjögur ríki geta vissulega stöðvað mál í ráðherraráðinu en að því gefnu að þau hafi allavega 35% íbúafjölda Evrópusambandsins að baki sér. Það nefndi Magnús ekki. Þó Ísland væri innan sambandsins og hefði bæði Norðurlöndin sem þar eru með sér, Danmörku, Svíþjóð og Finnland, sem og Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen dygði það engan veginn til. Þvert á móti vantaði mjög mikið upp á í þeim efnum enda samanlagt vægi þeirra einungis 6,27%. Við það bættust 0,08% Íslands. Til að mynda má nálgast fína reiknivél í þessum efnum á vefsíðu ráðherraráðsins sem sýnir þetta ágætlega. Stærstu ríkin með tögl og haldir Hins vegar geta Þýzkaland og Frakkland ásamt nánast hvaða tveimur öðrum ríkjum sem eru stöðvað öll mál í ráðherraráðinu. Samanlagt vægi þessara fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins í ráðinu er enda rúmlega 33,6%. Hið sama á við það ef fjögur fjölmennustu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, taka höndum saman. Samanlagt vægi þeirra er tæplega 57,7%. Til þess að taka ákvarðanir í ráðherraráðinu þarf allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þó öll fámennustu ríki þess tækju höndum saman þyrftu þau samt að fá eitt fjölmennustu ríkjanna í lið með sér. Með öðrum orðum eru fjölmennustu ríkin í algeru lykilhlutverki og hafa í raun tögl og haldir í þeim efnum. Við það bætist að þýzk og frönsk stjórnvöld hafa stundað það undanfarin rúm 60 ár að funda áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræma afstöðu sína til mála sem til hefur staðið að taka fyrir. Magnús nefnir einnig þing Evrópusambandsins þar sem Íslandi fengi sex þingmenn. Það er rétt en af vel yfir 700 sem hann nefnir af einhverjum ástæðum ekki. Það væri vægi á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægið innan þingflokka yrði á sömu nótum. Magnús sagði að möguleg áhrif þingmanna frá Íslandi á þingi Evrópusambandsins fælust í því „hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál.“ Vitanlega fælist nákvæmlega engin trygging í því fyrir einu eða neinu. Hvað varðar framkvæmdastjórn sambandsins viðurkenndi hann að þó einn í henni kæmi frá Íslandi yrði honum óheimilt að draga taum landsins. Ólíkt því sem raunin var í síðustu grein hans. Þá nefnir hann réttilega að atvinnutækifæri ákveðins minnihluta þjóðarinnar (þar á meðal bæði mín og hans) myndu stóraukast þar sem hundruð Íslendinga fengju vinnu í stofnunum Evrópusambandsins. Fjármögnuðu hernað Rússlands Hvað evruna varðar sagði Magnús að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki hana upp myndu vextir hér á landi líklega verða á pari við það sem gerðist í Danmörku og Færeyjum. Merkilegt val á dæmum í ljósi þess að Danir hafa ítrekað hafnað evrunni í þjóðartatkvæði og Færeyjar eru ekki í sambandinu. Sagði hann vaxtastigið hér á landi og verðtrygginguna afleiðingar krónunnar sem þó stenzt engan veginn skoðun eins og til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur fært gild rök fyrir. Er rétt að nota tækifærið og hvetja Magnús til þess að reyna að hrekja rök Ólafs. Það hefur öðrum ekki tekizt. Varðandi tal Magnúsar um innviði og aðgang að fjármagni frá Evrópusambandinu til uppbyggingar þeirra nægir að benda einfaldlega á þá staðreynd sem breið samstaða hefur verið um að ef til inngöngu Íslands í sambandið kæmi yrði landið nettógreiðandi til þess. Við myndum sem sagt greiða meira til Evrópusambandsins en við fengjum til baka í hvers kyns styrki. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða eða tugi milljarða við þyrftum að greiða með okkur til sambandsins. Við myndum með öðrum orðum greiða reikninginn í þessum efnum sjálf og vel rúmlega það. Hvað varðar að lokum öryggis- og varnarmálin er vert að hafa í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur. Rifja má einnig upp að stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð lýstu því yfir að helzta ástæða þess að þau sóttu um aðild að NATO hefði verið sú að þau gætu ekki treyst sambandinu í varnarmálum. Þá má geta þess að forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að hafa fjármagnað hernað Rússa með miklum kaupum á rússneskri orku áratugum saman. Er þetta fólkið sem við eigum að treysta? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun