Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. september 2025 07:02 Minn gamli kennari, Magnús Árni Skjöld Magnússon, stjórnmálafræðiprófessor og formaður Evrópuhreyfingarinnar, var með grein á Vísi í gær þar sem hann sagði meðal annars að umræðan um Evrópusambandið hefði stundum byggzt á hálfsannleik. Tilgreindi hann ákveðin lykilatriði að hans mati sem hann nefndi áhrif, evruna, innviði og öryggi og sagði þau næga ástæðu til þess að sækjast eftir inngöngu í sambandið. Hins vegar vantaði ekki hálfsannleika í grein Magnúsar og í sumum tilfellum beinlínis rangfærslur sem ég vil trúa að hafi ekki verið vísvitandi heldur einfaldlega vegna vanþekkingar. Fyrir það fyrsta sagði Magnús að Ísland þyrfti að vera við borðið þar sem ákvarðanirnar væru teknar og nefndi ráðherraráð Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, til sögunnar í þeim efnum. Vægi ríkja í ráðinu fer hins vegar fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Vægi Íslands þar yrði einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Magnús lét hins vegar nægja að segja að við yrðum vissulega ekki með mesta vægið þar. Þá sagði hann að fjögur ríki gætu „stoppað allt“ innan þess sem þýddi að okkur nægði að fá hin Norðurlöndin innan sambandsins eða Eystrasaltsríkin með okkur. Fjögur ríki geta vissulega stöðvað mál í ráðherraráðinu en að því gefnu að þau hafi allavega 35% íbúafjölda Evrópusambandsins að baki sér. Það nefndi Magnús ekki. Þó Ísland væri innan sambandsins og hefði bæði Norðurlöndin sem þar eru með sér, Danmörku, Svíþjóð og Finnland, sem og Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen dygði það engan veginn til. Þvert á móti vantaði mjög mikið upp á í þeim efnum enda samanlagt vægi þeirra einungis 6,27%. Við það bættust 0,08% Íslands. Til að mynda má nálgast fína reiknivél í þessum efnum á vefsíðu ráðherraráðsins sem sýnir þetta ágætlega. Stærstu ríkin með tögl og haldir Hins vegar geta Þýzkaland og Frakkland ásamt nánast hvaða tveimur öðrum ríkjum sem eru stöðvað öll mál í ráðherraráðinu. Samanlagt vægi þessara fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins í ráðinu er enda rúmlega 33,6%. Hið sama á við það ef fjögur fjölmennustu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, taka höndum saman. Samanlagt vægi þeirra er tæplega 57,7%. Til þess að taka ákvarðanir í ráðherraráðinu þarf allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þó öll fámennustu ríki þess tækju höndum saman þyrftu þau samt að fá eitt fjölmennustu ríkjanna í lið með sér. Með öðrum orðum eru fjölmennustu ríkin í algeru lykilhlutverki og hafa í raun tögl og haldir í þeim efnum. Við það bætist að þýzk og frönsk stjórnvöld hafa stundað það undanfarin rúm 60 ár að funda áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræma afstöðu sína til mála sem til hefur staðið að taka fyrir. Magnús nefnir einnig þing Evrópusambandsins þar sem Íslandi fengi sex þingmenn. Það er rétt en af vel yfir 700 sem hann nefnir af einhverjum ástæðum ekki. Það væri vægi á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægið innan þingflokka yrði á sömu nótum. Magnús sagði að möguleg áhrif þingmanna frá Íslandi á þingi Evrópusambandsins fælust í því „hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál.“ Vitanlega fælist nákvæmlega engin trygging í því fyrir einu eða neinu. Hvað varðar framkvæmdastjórn sambandsins viðurkenndi hann að þó einn í henni kæmi frá Íslandi yrði honum óheimilt að draga taum landsins. Ólíkt því sem raunin var í síðustu grein hans. Þá nefnir hann réttilega að atvinnutækifæri ákveðins minnihluta þjóðarinnar (þar á meðal bæði mín og hans) myndu stóraukast þar sem hundruð Íslendinga fengju vinnu í stofnunum Evrópusambandsins. Fjármögnuðu hernað Rússlands Hvað evruna varðar sagði Magnús að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki hana upp myndu vextir hér á landi líklega verða á pari við það sem gerðist í Danmörku og Færeyjum. Merkilegt val á dæmum í ljósi þess að Danir hafa ítrekað hafnað evrunni í þjóðartatkvæði og Færeyjar eru ekki í sambandinu. Sagði hann vaxtastigið hér á landi og verðtrygginguna afleiðingar krónunnar sem þó stenzt engan veginn skoðun eins og til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur fært gild rök fyrir. Er rétt að nota tækifærið og hvetja Magnús til þess að reyna að hrekja rök Ólafs. Það hefur öðrum ekki tekizt. Varðandi tal Magnúsar um innviði og aðgang að fjármagni frá Evrópusambandinu til uppbyggingar þeirra nægir að benda einfaldlega á þá staðreynd sem breið samstaða hefur verið um að ef til inngöngu Íslands í sambandið kæmi yrði landið nettógreiðandi til þess. Við myndum sem sagt greiða meira til Evrópusambandsins en við fengjum til baka í hvers kyns styrki. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða eða tugi milljarða við þyrftum að greiða með okkur til sambandsins. Við myndum með öðrum orðum greiða reikninginn í þessum efnum sjálf og vel rúmlega það. Hvað varðar að lokum öryggis- og varnarmálin er vert að hafa í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur. Rifja má einnig upp að stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð lýstu því yfir að helzta ástæða þess að þau sóttu um aðild að NATO hefði verið sú að þau gætu ekki treyst sambandinu í varnarmálum. Þá má geta þess að forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að hafa fjármagnað hernað Rússa með miklum kaupum á rússneskri orku áratugum saman. Er þetta fólkið sem við eigum að treysta? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Minn gamli kennari, Magnús Árni Skjöld Magnússon, stjórnmálafræðiprófessor og formaður Evrópuhreyfingarinnar, var með grein á Vísi í gær þar sem hann sagði meðal annars að umræðan um Evrópusambandið hefði stundum byggzt á hálfsannleik. Tilgreindi hann ákveðin lykilatriði að hans mati sem hann nefndi áhrif, evruna, innviði og öryggi og sagði þau næga ástæðu til þess að sækjast eftir inngöngu í sambandið. Hins vegar vantaði ekki hálfsannleika í grein Magnúsar og í sumum tilfellum beinlínis rangfærslur sem ég vil trúa að hafi ekki verið vísvitandi heldur einfaldlega vegna vanþekkingar. Fyrir það fyrsta sagði Magnús að Ísland þyrfti að vera við borðið þar sem ákvarðanirnar væru teknar og nefndi ráðherraráð Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, til sögunnar í þeim efnum. Vægi ríkja í ráðinu fer hins vegar fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Vægi Íslands þar yrði einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Magnús lét hins vegar nægja að segja að við yrðum vissulega ekki með mesta vægið þar. Þá sagði hann að fjögur ríki gætu „stoppað allt“ innan þess sem þýddi að okkur nægði að fá hin Norðurlöndin innan sambandsins eða Eystrasaltsríkin með okkur. Fjögur ríki geta vissulega stöðvað mál í ráðherraráðinu en að því gefnu að þau hafi allavega 35% íbúafjölda Evrópusambandsins að baki sér. Það nefndi Magnús ekki. Þó Ísland væri innan sambandsins og hefði bæði Norðurlöndin sem þar eru með sér, Danmörku, Svíþjóð og Finnland, sem og Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen dygði það engan veginn til. Þvert á móti vantaði mjög mikið upp á í þeim efnum enda samanlagt vægi þeirra einungis 6,27%. Við það bættust 0,08% Íslands. Til að mynda má nálgast fína reiknivél í þessum efnum á vefsíðu ráðherraráðsins sem sýnir þetta ágætlega. Stærstu ríkin með tögl og haldir Hins vegar geta Þýzkaland og Frakkland ásamt nánast hvaða tveimur öðrum ríkjum sem eru stöðvað öll mál í ráðherraráðinu. Samanlagt vægi þessara fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins í ráðinu er enda rúmlega 33,6%. Hið sama á við það ef fjögur fjölmennustu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, taka höndum saman. Samanlagt vægi þeirra er tæplega 57,7%. Til þess að taka ákvarðanir í ráðherraráðinu þarf allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þó öll fámennustu ríki þess tækju höndum saman þyrftu þau samt að fá eitt fjölmennustu ríkjanna í lið með sér. Með öðrum orðum eru fjölmennustu ríkin í algeru lykilhlutverki og hafa í raun tögl og haldir í þeim efnum. Við það bætist að þýzk og frönsk stjórnvöld hafa stundað það undanfarin rúm 60 ár að funda áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræma afstöðu sína til mála sem til hefur staðið að taka fyrir. Magnús nefnir einnig þing Evrópusambandsins þar sem Íslandi fengi sex þingmenn. Það er rétt en af vel yfir 700 sem hann nefnir af einhverjum ástæðum ekki. Það væri vægi á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægið innan þingflokka yrði á sömu nótum. Magnús sagði að möguleg áhrif þingmanna frá Íslandi á þingi Evrópusambandsins fælust í því „hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál.“ Vitanlega fælist nákvæmlega engin trygging í því fyrir einu eða neinu. Hvað varðar framkvæmdastjórn sambandsins viðurkenndi hann að þó einn í henni kæmi frá Íslandi yrði honum óheimilt að draga taum landsins. Ólíkt því sem raunin var í síðustu grein hans. Þá nefnir hann réttilega að atvinnutækifæri ákveðins minnihluta þjóðarinnar (þar á meðal bæði mín og hans) myndu stóraukast þar sem hundruð Íslendinga fengju vinnu í stofnunum Evrópusambandsins. Fjármögnuðu hernað Rússlands Hvað evruna varðar sagði Magnús að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki hana upp myndu vextir hér á landi líklega verða á pari við það sem gerðist í Danmörku og Færeyjum. Merkilegt val á dæmum í ljósi þess að Danir hafa ítrekað hafnað evrunni í þjóðartatkvæði og Færeyjar eru ekki í sambandinu. Sagði hann vaxtastigið hér á landi og verðtrygginguna afleiðingar krónunnar sem þó stenzt engan veginn skoðun eins og til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur fært gild rök fyrir. Er rétt að nota tækifærið og hvetja Magnús til þess að reyna að hrekja rök Ólafs. Það hefur öðrum ekki tekizt. Varðandi tal Magnúsar um innviði og aðgang að fjármagni frá Evrópusambandinu til uppbyggingar þeirra nægir að benda einfaldlega á þá staðreynd sem breið samstaða hefur verið um að ef til inngöngu Íslands í sambandið kæmi yrði landið nettógreiðandi til þess. Við myndum sem sagt greiða meira til Evrópusambandsins en við fengjum til baka í hvers kyns styrki. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða eða tugi milljarða við þyrftum að greiða með okkur til sambandsins. Við myndum með öðrum orðum greiða reikninginn í þessum efnum sjálf og vel rúmlega það. Hvað varðar að lokum öryggis- og varnarmálin er vert að hafa í huga að við Íslendingar erum þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur. Rifja má einnig upp að stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð lýstu því yfir að helzta ástæða þess að þau sóttu um aðild að NATO hefði verið sú að þau gætu ekki treyst sambandinu í varnarmálum. Þá má geta þess að forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að hafa fjármagnað hernað Rússa með miklum kaupum á rússneskri orku áratugum saman. Er þetta fólkið sem við eigum að treysta? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun