Körfubolti

Ís­land með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku leikmennirnir hafa átt erfitt uppdráttar í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna á EM.
Íslensku leikmennirnir hafa átt erfitt uppdráttar í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna á EM. vísir/hulda margrét

Ekkert lið er með verri þriggja stiga nýtingu á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland. Langskotin hafa ekki ratað rétta leið hjá íslenska liðinu á mótinu.

Íslendingar hafa tekið 77 þriggja stiga skot í leikjunum þremur á EM en aðeins sett fjórtán þeirra niður. Ísland er með fæstar þriggja stiga körfur af liðunum 24 á mótinu og verstu þriggja stiga nýtinguna, eða 18,2 prósent. Georgía er með næstverstu nýtinguna, eða 21,4 prósent. Þarna er miðað við tölfræðina eftir að liðin á EM höfðu öll leikið þrjá leiki.  

Kristinn Pálsson hefur skorað sex af fjórtán þriggja stiga körfum Íslands á EM og er með 35,3 prósent nýtingu. Martin Hermannsson hefur klikkað á öllum þriggja stiga skotunum sínum og Elvar Már Friðriksson og Jón Axel Guðmundsson eru með samtals fjórar þriggja stiga körfur úr 26 tilraunum.

Tyrkland er með bestu þriggja stiga nýtinguna á EM, eða 47,7 prósent. Þar á eftir kemur Grikkland með 47,2 prósent. Þýskaland er í 3. sæti með 45,7 prósenta nýtingu.

Ísland er með 54,1 prósenta nýtingu í skotum inni í teig og er í 13. sæti af liðunum 24 á EM. Miklu munar þar um frábæra nýtingu Tryggva Snæs Hlinasonar sem hefur nýtt tuttugu af 27 skotum sínum innan teigs á EM.

Íslendingar hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á EM. Næsti leikur þeirra er gegn Slóvenum klukkan 15:00 á morgun.


Tengdar fréttir

KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær.

„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“

„Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×