„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 12:47 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, fór yfir málin eftir að sambandið lagði fram kvörtun til FIBA vegna dómgæslunnar á EM. vísir/Hulda Margrét Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15