Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 16:00 Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tryggingar Félagsmál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun