Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:32 Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Atvinnurekendur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun