Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 20:01 Craig Pedersen kallar skipanir í sigri gegn Tyrkjum sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira