Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 20:01 Craig Pedersen kallar skipanir í sigri gegn Tyrkjum sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira