Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 20:01 Craig Pedersen kallar skipanir í sigri gegn Tyrkjum sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira