Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar 18. ágúst 2025 14:31 Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. Nú er komin upp sú staða þar að töluvert er búið að finnast af eldislaxi og útlitið er afar slæmt. Eldislax er farinn að sjást í öðrum ám og er því miður líklegt að það muni aukast á næstu dögum og vikum. Það muna margir eftir sambærilegum aðstæðum árið 2023, þegar laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish á Vestfjörðum og birtust stuttu síðar í ám um allt land. Nú standa bændur, landeigendur, leigutakar og sjálfboðaliðar í ströngu og reyna að gera allt sem hægt er til að takmarka skaðann eins og hægt er, með tilheyrandi kostnaði og raski. Kostnað sem enn er með öllu óvíst hvort að sjókvíaeldisfyrirtæki þurfa að greiða eða ekki. Sumir spyrjar sig eflaust af því, af hverju er slæmt að eldislax rati upp í íslenskar ár og blandist þar villtum íslenskum laxi. Það er því rétt að rifja það aðeins upp hér. Af hverju er erfðablöndun slæm? Íslenskir laxastofnar hafa aðlagast sínum náttúrulegu aðstæðum í þúsundir ára. Þeir eru landnemar Íslands og hafa verið hér miklu lengur en við. Þessir laxar eru ekki bara mikilvægur partur af lífríki og líffræðilegum fjölbreytileika Íslands, heldur eru þeir einnig forsenda þess að búið er í mörgum af strjábýlustu svæðum landsins. Bændur og landeigendur treysta margir að stórum hluta á innkomu frá sölu veiðileyfa til að halda sér og sínum uppi. Árnar sem laxarnir kalla sitt heimili laða að sér fólk alls staðar af landi og úr heiminum, sem veiðir þessar ár og fær í stutta stund að njóta þessara ótrúlegu náttúrugæða. Þegar eldislax syndir upp í íslenska á, er það ekki bara neikvæð upplifun fyrir fólkið sem er að veiða, heldur er það bein ógn við tilvist villtu laxastofnanna. Eldislaxinn sem notaður er í sjókvíaeldi við Ísland er af norskum uppruna og hefur verið kynbættur áratugum saman til þess að verða feitur og stór á sem skemmstum tíma. Þessi lax er fjarskyldur þeim villta og er í raun húsdýr, en ekki villt dýr. Hins vegar eru þessir fiskar frjóir og hafa sama eðli og sá villti. Þ.e. eðlið að synda upp í á, para sig með öðrum löxum og fjölga sér. Þeirra erfðaefni er ekki hannað til þess að lifa af í íslenskri, hrjóstrugri náttúru. Þó er það því miður svo að þeir strokulaxar sem ná að komast upp í ár geta hrygnt með villtu fiskunum. Í Noregi má ekki notast við annað en norskan lax í sjókvíaeldi. Það er því ótrúlegt að það sé leyft hér við land að nota erlendan lax. Ef þeir ná að hrygna með villtu fiskunum og fjölga sér er því verið að þynna út erfðaefni villta laxins með húsdýra-genum. Afleiðingar þess, eru afkvæmi sem eru verr í stakk búin til þess að lifa af í náttúrunni, lifa af ferðalagið þvert yfir Atlantshafið og koma til baka og finna sína heimaá. Þegar mannanna verk verða til þess að dýrategund missir lífsnauðsynlega eiginleika, kallast það ekkert annað en að ýta þeirri tegund í átt að útrýmingarhættu. Ætlum við að fara norsku leiðina í sjókvíaeldi? Í Noregi eru um 70% laxastofna erfðablandaðir og ástandið þar orðið svo slæmt að árið 2024 þurfti að loka 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs. Einfaldlega vegna þess að það var nánast enginn villtur lax að koma til baka í árnar. Vísindasamfélagið þar er á einu máli að stærsti áhrifavaldurinn er sjókvíaeldi og allt sem fylgir því, og svo loftslagsbreytingar. https://www.vitenskapsradet.no/Nyheter/status-of-wild-atlantic-salmon-in-norway-2025 Í Noregi er eldisiðnaðurinn gríðarlega öflugur og orðinn svo stór og valdamikill á pólitíska sviðinu að fátt breytist til hins betra þrátt fyrir að stjórnvöld þar séu meðvituð um skaðsemina. Villti laxinn er kominn á válista þar, og með öllu óvíst hvort hann nái einhvern tíma fyrri styrk. Munu aðgerðirnar samræmast vilja þjóðarinnar? Öll sú skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi er ekki ný á nálinni og hérlendis hefur verið varað við þessu árum saman. Eftir stóru slysasleppinguna 2023, hefði maður haldið að það yrði gripið í taumana, en það hefur ekki raungerst og nú erum við að lenda í sömu stöðu. Það er ekki lengur hægt að horfa í hina áttina og leyfa villta laxinum og lífríkinu okkar að fara sömu leið og hjá frændum okkar í Noregi. Það ber einnig að nefna að öll stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi eru í meirihlutaeigu norskra sjókvíaeldisfyrirtækja. 65% þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi samkvæmt nýjustu könnun frá Gallup, en aðeins 13,5% fylgjandi. Hjá kjósendum ríkisstjórnarflokkanna er afstaðan afgerandi á móti. Bændur og landeigendur um allt land reyna nú hvað þau geta til að vernda villta laxinn og sitt lífsviðurværi, en það er eins og það hafi verið ákveðið að fórna því fyrir hagsmuni norsku fyrirtækjanna. Það er hægt að ala lax í lokuðum kerfum, bæði í sjó og á landi. Tæknin er til staðar og hefur verið að þróast í Noregi, og eru það til að mynda fólk úr sjókvíaeldisgeiranum sem er að þróa þá tækni vegna þess að þau geta einfaldlega ekki lengur réttlætt opnu sjókvíarnar. Það vill enginn sjá atvinnulíf á Vestfjörðum og Austfjörðum veikjast. Þvert á móti vilja líklegast allir að það blómstri og verði sem fjölbreyttast og sterkast. Það má bara ekki vera á kostnað náttúrunnar og fólks í dreifðum byggðum um allt land. Hagsmunir eins hóps trompa ekki hagsmuni annars. Það þarf pólitískan vilja og kjark til að breyta til hins betra. Sjókvíaeldisfyrirtækin munu berjast gegn þessu, það getum við treyst á. Ef að þau komast upp með að ala lax á ódýrasta og arðbærasta (en mest mengandi) háttinn munu þau gera það, svo lengi sem lagaramminn og stjórnvöld bjóða upp á það. Núverandi ríkisstjórn er í kjörstöðu til þess að setja sólarlagsákvæði á opið sjókvíaeldi og standa með fólkinu í landinu, villta laxinum og íslensku lífríki til frambúðar. Á meðan þingmenn mynda sér afstöðu í þessu máli munu bændur, landeigendur, leigutakar, leiðsögumenn, sjálfboðaliðar, náttúruverndarsinnar og fleiri halda áfram að hirða upp skítinn eftir þennan iðnað, með það að leiðarljósi að nú verði loksins sagt stopp og stigið fast til jarðar í þessum málaflokki. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. Nú er komin upp sú staða þar að töluvert er búið að finnast af eldislaxi og útlitið er afar slæmt. Eldislax er farinn að sjást í öðrum ám og er því miður líklegt að það muni aukast á næstu dögum og vikum. Það muna margir eftir sambærilegum aðstæðum árið 2023, þegar laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish á Vestfjörðum og birtust stuttu síðar í ám um allt land. Nú standa bændur, landeigendur, leigutakar og sjálfboðaliðar í ströngu og reyna að gera allt sem hægt er til að takmarka skaðann eins og hægt er, með tilheyrandi kostnaði og raski. Kostnað sem enn er með öllu óvíst hvort að sjókvíaeldisfyrirtæki þurfa að greiða eða ekki. Sumir spyrjar sig eflaust af því, af hverju er slæmt að eldislax rati upp í íslenskar ár og blandist þar villtum íslenskum laxi. Það er því rétt að rifja það aðeins upp hér. Af hverju er erfðablöndun slæm? Íslenskir laxastofnar hafa aðlagast sínum náttúrulegu aðstæðum í þúsundir ára. Þeir eru landnemar Íslands og hafa verið hér miklu lengur en við. Þessir laxar eru ekki bara mikilvægur partur af lífríki og líffræðilegum fjölbreytileika Íslands, heldur eru þeir einnig forsenda þess að búið er í mörgum af strjábýlustu svæðum landsins. Bændur og landeigendur treysta margir að stórum hluta á innkomu frá sölu veiðileyfa til að halda sér og sínum uppi. Árnar sem laxarnir kalla sitt heimili laða að sér fólk alls staðar af landi og úr heiminum, sem veiðir þessar ár og fær í stutta stund að njóta þessara ótrúlegu náttúrugæða. Þegar eldislax syndir upp í íslenska á, er það ekki bara neikvæð upplifun fyrir fólkið sem er að veiða, heldur er það bein ógn við tilvist villtu laxastofnanna. Eldislaxinn sem notaður er í sjókvíaeldi við Ísland er af norskum uppruna og hefur verið kynbættur áratugum saman til þess að verða feitur og stór á sem skemmstum tíma. Þessi lax er fjarskyldur þeim villta og er í raun húsdýr, en ekki villt dýr. Hins vegar eru þessir fiskar frjóir og hafa sama eðli og sá villti. Þ.e. eðlið að synda upp í á, para sig með öðrum löxum og fjölga sér. Þeirra erfðaefni er ekki hannað til þess að lifa af í íslenskri, hrjóstrugri náttúru. Þó er það því miður svo að þeir strokulaxar sem ná að komast upp í ár geta hrygnt með villtu fiskunum. Í Noregi má ekki notast við annað en norskan lax í sjókvíaeldi. Það er því ótrúlegt að það sé leyft hér við land að nota erlendan lax. Ef þeir ná að hrygna með villtu fiskunum og fjölga sér er því verið að þynna út erfðaefni villta laxins með húsdýra-genum. Afleiðingar þess, eru afkvæmi sem eru verr í stakk búin til þess að lifa af í náttúrunni, lifa af ferðalagið þvert yfir Atlantshafið og koma til baka og finna sína heimaá. Þegar mannanna verk verða til þess að dýrategund missir lífsnauðsynlega eiginleika, kallast það ekkert annað en að ýta þeirri tegund í átt að útrýmingarhættu. Ætlum við að fara norsku leiðina í sjókvíaeldi? Í Noregi eru um 70% laxastofna erfðablandaðir og ástandið þar orðið svo slæmt að árið 2024 þurfti að loka 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs. Einfaldlega vegna þess að það var nánast enginn villtur lax að koma til baka í árnar. Vísindasamfélagið þar er á einu máli að stærsti áhrifavaldurinn er sjókvíaeldi og allt sem fylgir því, og svo loftslagsbreytingar. https://www.vitenskapsradet.no/Nyheter/status-of-wild-atlantic-salmon-in-norway-2025 Í Noregi er eldisiðnaðurinn gríðarlega öflugur og orðinn svo stór og valdamikill á pólitíska sviðinu að fátt breytist til hins betra þrátt fyrir að stjórnvöld þar séu meðvituð um skaðsemina. Villti laxinn er kominn á válista þar, og með öllu óvíst hvort hann nái einhvern tíma fyrri styrk. Munu aðgerðirnar samræmast vilja þjóðarinnar? Öll sú skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi er ekki ný á nálinni og hérlendis hefur verið varað við þessu árum saman. Eftir stóru slysasleppinguna 2023, hefði maður haldið að það yrði gripið í taumana, en það hefur ekki raungerst og nú erum við að lenda í sömu stöðu. Það er ekki lengur hægt að horfa í hina áttina og leyfa villta laxinum og lífríkinu okkar að fara sömu leið og hjá frændum okkar í Noregi. Það ber einnig að nefna að öll stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi eru í meirihlutaeigu norskra sjókvíaeldisfyrirtækja. 65% þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi samkvæmt nýjustu könnun frá Gallup, en aðeins 13,5% fylgjandi. Hjá kjósendum ríkisstjórnarflokkanna er afstaðan afgerandi á móti. Bændur og landeigendur um allt land reyna nú hvað þau geta til að vernda villta laxinn og sitt lífsviðurværi, en það er eins og það hafi verið ákveðið að fórna því fyrir hagsmuni norsku fyrirtækjanna. Það er hægt að ala lax í lokuðum kerfum, bæði í sjó og á landi. Tæknin er til staðar og hefur verið að þróast í Noregi, og eru það til að mynda fólk úr sjókvíaeldisgeiranum sem er að þróa þá tækni vegna þess að þau geta einfaldlega ekki lengur réttlætt opnu sjókvíarnar. Það vill enginn sjá atvinnulíf á Vestfjörðum og Austfjörðum veikjast. Þvert á móti vilja líklegast allir að það blómstri og verði sem fjölbreyttast og sterkast. Það má bara ekki vera á kostnað náttúrunnar og fólks í dreifðum byggðum um allt land. Hagsmunir eins hóps trompa ekki hagsmuni annars. Það þarf pólitískan vilja og kjark til að breyta til hins betra. Sjókvíaeldisfyrirtækin munu berjast gegn þessu, það getum við treyst á. Ef að þau komast upp með að ala lax á ódýrasta og arðbærasta (en mest mengandi) háttinn munu þau gera það, svo lengi sem lagaramminn og stjórnvöld bjóða upp á það. Núverandi ríkisstjórn er í kjörstöðu til þess að setja sólarlagsákvæði á opið sjókvíaeldi og standa með fólkinu í landinu, villta laxinum og íslensku lífríki til frambúðar. Á meðan þingmenn mynda sér afstöðu í þessu máli munu bændur, landeigendur, leigutakar, leiðsögumenn, sjálfboðaliðar, náttúruverndarsinnar og fleiri halda áfram að hirða upp skítinn eftir þennan iðnað, með það að leiðarljósi að nú verði loksins sagt stopp og stigið fast til jarðar í þessum málaflokki. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar