Körfubolti

Mögu­legt á­fall fyrir Slóvena í að­draganda EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luka Doncic fór meiddur af velli í dag.
Luka Doncic fór meiddur af velli í dag. Jurij Kodrun/Getty Images

Slóvenska stórstjarnan Luka Doncic fór meiddur af velli er Slóvenar mættu Lettum í æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í körfubolta.

Doncic er án efa stærsta stjarna slóvenska liðsins, en hann er í dag leikmaður Los Angeles Lakers. Slóvenska liðið undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið í körfubolta, sem hefst eftir tæpar tvær vikur, þar sem Slóvenar eru með Íslendingum í riðli.

Slóvenska liðið, sem og Los Angeles Lakers, gæti þó þurft að reiða sig af án Doncic um einhvern tíma. Doncic fór meiddur af velli gegn Lettum í dag eftir að samherji hans datt á hnéð á honum.

Atvikið átti sér stað í þriðja leikhluta viðureignar Slóveníu og Lettlands og Doncic tók ekki meira þátt í leiknum.

Heimildarmenn heimasíðunnar lakeshowlife.com, sem fylgist vel með málefnum Los Angeles Lakers, segja þó að Doncic hafi viljað snúa aftur á völlinn í fjórða leikhluta, en læknateymi slóvenska liðsins hafi ekki viljað taka áhættuna.

Það er því enn alls óvíst hversu alvarleg meiðslin eru og á enn eftir að koma í ljós hvort Doncic verði klár í slaginn þegar Slóvenar hefja leik á Evrópumótinu gegn Pólverjum þann 28. ágúst. Slóvenska liðið mætir svo Íslendingum þann 2. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×