Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 11. ágúst 2025 09:31 Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun