Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 11. ágúst 2025 09:31 Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun