Sport

Fyrsti kvendómarinn í banda­ríska hafnaboltanum

Árni Jóhannsson skrifar
Jen Pawol að störfum á undirbúningstímabilinu í leik Baltimore Orioles og Toronto Blue Jays í mars á þessu ári.
Jen Pawol að störfum á undirbúningstímabilinu í leik Baltimore Orioles og Toronto Blue Jays í mars á þessu ári. Getty / George Kubas

Enn einni jafnréttisvörðunni verður náð í bandarískum íþróttum um helgina. Jen Pawol mun verða fyrsta konan mun taka þátt í dómgæslu í MLB deildinni í  hafnabolta á laugardaginn.

Enn einni jafnréttisvörðunni verður náð í bandarískum íþróttum um helgina. Jen Pawol mun verða fyrsta konan mun taka þátt í dómgæslu í MLB deildinni í hafnabolta á laugardaginn.

Pawol, sem kemur frá New Jersey og er 48 ára, mun sjá um að vakta hafnirnar í leik Miami Marlins og Atlanta Braves sem fram fer á laugardaginn. Hún hefur áður tekið þátt í dómgæslu í leikjum á undirbúningstímabilinu í MLB deildinni. Framkvæmdastjóri deildarinn, Rob Manfred, er mjög ánægður með hve Pawol hefur náð langt og segir að hún sé fyrirmynd fyrir konur og stelpur sem vilja fá hlutverk á hafnaboltavellinum í samtali við Associated Press fréttastofuna.

MLB deildin verður nýjasta atvinnumannadeildin í bandarískum íþróttum sem býður konum til starfa í dómgæslu. Það eru komin 28 ár síðan kona dæmdi fyrst í NBA körfuboltanum og NFL gerði það sama fyrir tíu árum. Það er í raun og veru bara NHL íshokkídeildin þar sem kona hefur ekki dæmt enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×