Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Það er talað um að ekki sé verið að loka Íslandi, það er í reynd verið að loka Íslandi fyrir fólki frá ríkjum utan Evrópu. Þetta er auðvitað ekkert nema stórfelldur rasismi og útlendingahatur. Þetta er ekki í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Þetta er auðvitað ekkert nema eftirgjöf til fasista og þeirra sem hata útlendinga á Íslandi og í reynd viðurkenning að að þeirra skoðun sé rétt. Þetta mun valda því að ofbeldi fasista og rasista mun aukast á Íslandi. Ísland verður að breyta útlendingalögum þannig að það verði einfaldara og ódýrara að flytja til Íslands fyrir fólk sem kemur frá ríkjum utan ESB/EES og EFTA. Eins og er, þá er nær vonlaust fyrir fólk sem kemur utan ríkja ESB/EES og EFTA að flytja til Íslands. Sérstaklega fólk sem er illa statt efnahagslega af einhverjum ástæðum. Stefna Noregur, Danmerkur í málefnum útlendinga, sem Ísland er núna að taka upp hefur ekki virkað og hefur aldrei virkað í Noregi og Danmörku. Það sem Norðmenn fóru að gera, þar sem upphaflegu reglunar virkuðu ekki var bara að herða reglunar þangað til að þeir komust á þann stað að lögin þeirra fóru að jaðra við að brjóta gegn mannréttindasáttmálum og EES samningum. Undanfarna áratugi hefur stefnan í þessum málaflokki farið ranga leið og engin tilraun verið gerð til þess að laga það sem illa fór. Ástæðan er áróður og lygar öfgafólks til hægri í stjórnmálum á Íslandi og víðar í heiminum. Afleiðingin er sú að mannleg þjáning eykst og skipting heimsins hefur aukast til hins verra. Hérna er einnig verið að blanda saman tveimur hlutum á mjög hættulegan hátt. Það er verið að blanda saman flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum og síðan fólki sem flytur til Íslands eftir að hafa farið í gegnum skriffinskukerfið á Íslandi, sem er mjög fjandsamlegt nú þegar í garð þessa fólks, dýrt og hægfara. Eitthvað sem þarf ekki að vera, heldur er sett upp svona viljandi af íslenskum stjórnvöldum. Flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum eru annar flokkur. Þá sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast til Íslands án þess að fara í gegnum annað ríki í Evrópu. Þetta er tvennt ólíkt og á alls ekki að blanda saman eins og dómsmálaráðherra er að gera í fjölmiðlum. Harðari lagasetning um það hvernig fólk utan EES/ESB og EFTA getur flutt er röng stefna og verður alltaf röng stefna. Þetta er eitthvað sem almenningur á Íslandi ætti að hafna og ætti að hafna stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu. Bæði í stefnuskrá og sérstaklega ef þeir ýta svona lagasetningu í gegn. Það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi er á móti strangari lögum um útlendinga og hefur verið það lengi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki hlustað á það. Heimurinn verður bara verri þegar ríki fara illa með fólk og takmarka flutninga milli landa. Það er einnig verið að gera lítið úr staðreyndum hérna af dómsmálaherra, þingmönnum og fleiri aðilum. Rangfærslur eru skaðlegar og þjóna eingöngu þeim tilgangi að ná fram slæmum lögum í þessu tilfelli hérna. Vandamál með húsnæði er ekki á ábyrgð fólks sem er að flytja til Íslands. Ábyrgðin á því er eingöngu og hefur alltaf verið hjá íslenskum stjórnvöldum, á öllum stigum. Íslensk stjórnvöld, hafa með stefnu sem var ákveðin fyrir mörgum áratugum síðan, á síðustu árum setti þessi stefna húsnæðismarkaðinn og leigumarkaðinn gjörsamlega á hliðina. Ásamt slæmum efnahagslegum ákvörðunum á Íslandi á undanförnum árum og áratugum sem hafa gert stöðu mála miklu verri á Íslandi. Ekkert af þessu er fólki sem flytur til Íslands að kenna. Það er því gjörsamlega galið að dómsmálaráðherra fullyrði að húsnæðisskortur á Íslandi sé fólki sem flytur til Íslands að kenna. Síðan notar dómsmálaráðherra leiðandi orðalag, blekkingar og ósannindi í grein sinni á Vísir. Staðreyndin er einnig að Ísland er í fólksfjölgunar fasa núna en það er bara í einn til tvo áratugi í viðbót. Þá mun þetta snúast við og íslendingum taka að fækka. Mjög líklega verður þessi fólks fækkun mjög hröð þegar hún hefst. Þá mun þetta einnig gerast annarstaðar í heiminum og þá mun flutningur fólks til Íslands nær stöðvast eða stöðvast alveg (ef frá eru taldir íslendingar sem eru að flytja til baka og slíkir hlutir). Ef ekki væri fyrir flutninga fólks til Íslands. Þá væri íslendingum nú þegar farið að fækka samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ef þessum lagabreytingum um málefni útlendinga verður ýtt í gegn á Alþingi. Þá verður árangurinn enginn en tjónið verður mikið í íslensku samfélagi og mun vara í lengri tíma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Það er talað um að ekki sé verið að loka Íslandi, það er í reynd verið að loka Íslandi fyrir fólki frá ríkjum utan Evrópu. Þetta er auðvitað ekkert nema stórfelldur rasismi og útlendingahatur. Þetta er ekki í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Þetta er auðvitað ekkert nema eftirgjöf til fasista og þeirra sem hata útlendinga á Íslandi og í reynd viðurkenning að að þeirra skoðun sé rétt. Þetta mun valda því að ofbeldi fasista og rasista mun aukast á Íslandi. Ísland verður að breyta útlendingalögum þannig að það verði einfaldara og ódýrara að flytja til Íslands fyrir fólk sem kemur frá ríkjum utan ESB/EES og EFTA. Eins og er, þá er nær vonlaust fyrir fólk sem kemur utan ríkja ESB/EES og EFTA að flytja til Íslands. Sérstaklega fólk sem er illa statt efnahagslega af einhverjum ástæðum. Stefna Noregur, Danmerkur í málefnum útlendinga, sem Ísland er núna að taka upp hefur ekki virkað og hefur aldrei virkað í Noregi og Danmörku. Það sem Norðmenn fóru að gera, þar sem upphaflegu reglunar virkuðu ekki var bara að herða reglunar þangað til að þeir komust á þann stað að lögin þeirra fóru að jaðra við að brjóta gegn mannréttindasáttmálum og EES samningum. Undanfarna áratugi hefur stefnan í þessum málaflokki farið ranga leið og engin tilraun verið gerð til þess að laga það sem illa fór. Ástæðan er áróður og lygar öfgafólks til hægri í stjórnmálum á Íslandi og víðar í heiminum. Afleiðingin er sú að mannleg þjáning eykst og skipting heimsins hefur aukast til hins verra. Hérna er einnig verið að blanda saman tveimur hlutum á mjög hættulegan hátt. Það er verið að blanda saman flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum og síðan fólki sem flytur til Íslands eftir að hafa farið í gegnum skriffinskukerfið á Íslandi, sem er mjög fjandsamlegt nú þegar í garð þessa fólks, dýrt og hægfara. Eitthvað sem þarf ekki að vera, heldur er sett upp svona viljandi af íslenskum stjórnvöldum. Flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum eru annar flokkur. Þá sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast til Íslands án þess að fara í gegnum annað ríki í Evrópu. Þetta er tvennt ólíkt og á alls ekki að blanda saman eins og dómsmálaráðherra er að gera í fjölmiðlum. Harðari lagasetning um það hvernig fólk utan EES/ESB og EFTA getur flutt er röng stefna og verður alltaf röng stefna. Þetta er eitthvað sem almenningur á Íslandi ætti að hafna og ætti að hafna stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu. Bæði í stefnuskrá og sérstaklega ef þeir ýta svona lagasetningu í gegn. Það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi er á móti strangari lögum um útlendinga og hefur verið það lengi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki hlustað á það. Heimurinn verður bara verri þegar ríki fara illa með fólk og takmarka flutninga milli landa. Það er einnig verið að gera lítið úr staðreyndum hérna af dómsmálaherra, þingmönnum og fleiri aðilum. Rangfærslur eru skaðlegar og þjóna eingöngu þeim tilgangi að ná fram slæmum lögum í þessu tilfelli hérna. Vandamál með húsnæði er ekki á ábyrgð fólks sem er að flytja til Íslands. Ábyrgðin á því er eingöngu og hefur alltaf verið hjá íslenskum stjórnvöldum, á öllum stigum. Íslensk stjórnvöld, hafa með stefnu sem var ákveðin fyrir mörgum áratugum síðan, á síðustu árum setti þessi stefna húsnæðismarkaðinn og leigumarkaðinn gjörsamlega á hliðina. Ásamt slæmum efnahagslegum ákvörðunum á Íslandi á undanförnum árum og áratugum sem hafa gert stöðu mála miklu verri á Íslandi. Ekkert af þessu er fólki sem flytur til Íslands að kenna. Það er því gjörsamlega galið að dómsmálaráðherra fullyrði að húsnæðisskortur á Íslandi sé fólki sem flytur til Íslands að kenna. Síðan notar dómsmálaráðherra leiðandi orðalag, blekkingar og ósannindi í grein sinni á Vísir. Staðreyndin er einnig að Ísland er í fólksfjölgunar fasa núna en það er bara í einn til tvo áratugi í viðbót. Þá mun þetta snúast við og íslendingum taka að fækka. Mjög líklega verður þessi fólks fækkun mjög hröð þegar hún hefst. Þá mun þetta einnig gerast annarstaðar í heiminum og þá mun flutningur fólks til Íslands nær stöðvast eða stöðvast alveg (ef frá eru taldir íslendingar sem eru að flytja til baka og slíkir hlutir). Ef ekki væri fyrir flutninga fólks til Íslands. Þá væri íslendingum nú þegar farið að fækka samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ef þessum lagabreytingum um málefni útlendinga verður ýtt í gegn á Alþingi. Þá verður árangurinn enginn en tjónið verður mikið í íslensku samfélagi og mun vara í lengri tíma. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar