Formúla 1

Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan öku­mann því hann sé gagns­laus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt annað en sáttur.
Allt annað en sáttur. EPA/Boglarka Bodnar

Heldur dramatískur Lewis Hamilton segir Ferrari, lið sitt í Formúlu 1, þurfa nýjan ökumann fyrir kappakstur dagsins sem fram fer í Ungverjalandi.

Hamilton endaði tólfti í tímatökunni á meðan Charles Leclerc, kollegi hans hjá Ferrari, hefur leik á ráspól á morgun. Hæglátur Hamilton, sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari á ferli sínum, tók því ekki vel.

Hamilton gekk svo langt að kalla sig „gagnslausan“ og sagði að Ferrari þyrfti líklega nýjan ökumann.

„Það er ég, alltaf ég. Ég er gagnslaus, gjörsamlega gagnslaus. Liðið á ekki í neinum vandræðum, þú sérð að bíllinn er á ráspól svo þau þurfa líklega að skipta um bílstjóra.“

Hamilton á enn eftir að komast á pall á árinu á meðan Leclerc er í góðri stöðu til að komast á sinn sjötta pall í 13 keppnum á árinu.

Ungverski kappaksturinn verður í beinni Sýn Sport Viaplay frá klukkan 12.30 í dag, sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×