Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar 31. júlí 2025 13:32 Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Íslensk tunga Einar Freyr Elínarson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun